Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   mið 13. desember 2023 17:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Verkfallið hafði áhrif á ferðalag Breiðabliks
Flug féllu niður milli klukkan 04:00 og 10:00 í gærmorgun.
Flug féllu niður milli klukkan 04:00 og 10:00 í gærmorgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun, klukkan 20:00 að íslenskum tíma, mætir Breiðablik liði Zorya Luhansk í síðustu umferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni. Leikurinn fer fram á Lublin Arena í Póllandi.

Þeir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir æfingu liðsins á heimavelli Motor Lublin í dag.

„Leikurinn leggst gríðarlega vel í okkur. Undirbúningurinn hefur verið góður, svipaður og síðustu vikur, við höfum verið að enda æfingavikurnar á leik. Tíminn hefur liðið hratt frá síðasta leik, liðið er í fínu standi, létt yfir mönnum og menn eru bara vel stemmdir að takast á við þennan síðasta leik í þessum riðli," sagði þjálfarinn.

Blikar flugu til Kaupmannahafnar á mánudag, degi fyrr en áætlað var vegna verkfalls flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli í gær.

„Þetta átti að vera hefðbundið: út á þriðjudegi og leikur á fimmtudegi. Við fórum degi fyrr út af fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra. Við flugum til Danmerkur á mánudag, vorum þar yfir nótt, fórum þaðan til Varsjár og komum svo hingað yfir til Lublin í dag."

Hvernig leggst þessi síðasti leikur tímabilsins í þig Höskuldur?

„Ég tek undir það sem Dóri segir, það er góður fókus og tilhlökkun," sagði fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner