Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 13. desember 2023 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Rúmlega árs löngu tímabili Breiðabliks lýkur í Póllandi á morgun
Markinu gegn Maccabi Tel Aviv fagnað fyrir tveimur vikum síðan.
Markinu gegn Maccabi Tel Aviv fagnað fyrir tveimur vikum síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gísli Eyjólfsson skoraði markið en fékk sitt annað gula spjald seint í leiknum og verður því ekki með á morgun.
Gísli Eyjólfsson skoraði markið en fékk sitt annað gula spjald seint í leiknum og verður því ekki með á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma og fer fram í Lublin í Póllandi.

Um heimaleik Zorya er að ræða en vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu hefur Zorya spilað sína heimaleiki í Sambandsdeildinni utan heimalandsins.

Hvorugt liðið á möguleika á því að fara upp úr riðlinum. Zorya er með fjögur stig í þriðja sæti eftir að hafa unnið Breiðablik á Laugardalsvelli og gert jafntefli við Gent. Breiðablik er hins vegar án stiga.

Fjórir leikir Breiðabliks hafa endað með eins marks tapi. Blikar hafa verið grátlega nálægt því að taka nokkur stig og ætla þeir sér að ná í stig á morgun.

Tímabil Breiðabliks hefur verið langt og strangt og hófst það í raun fyrir rúmu ári þegar undirbúningstímabilið fyrir tímabilið 2023 hófst.

Fyrsti leikur liðsins í Bose-mótinu fór fram 3. desember 2022 og um liðna helgi vann liðið Bose-mótið 2023 verandi enn á sama tímabilinu.

Hér að neðan má einmitt hlusta á viðtal við þjálfara liðsins, Halldór Árnason, eftir að sigur vannst í Bose-mótinu síðasta föstudag.
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Athugasemdir
banner
banner
banner