Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   mið 13. desember 2023 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Allir til taks fyrir utan Gísla og Patrik sem tók þátt í upphitun
Patrik var mættur í grænt á Lublin Arena og tók þátt í upphitun.
Patrik var mættur í grænt á Lublin Arena og tók þátt í upphitun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir á morgun Zorya Luhansk á Lublin Arena í Póllandi um lokaleik liðanna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er að ræða.

Zorya er úkraínskt félag sem er að fara spila sinn fjórða heimaleik í riðlakeppninni á vellinum vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Liðið spilar heimaleiki sína í deildinni í Kænugarði en þarf að spila utan heimalandsins í Evrópuleikjum.

Gísli Eyjólfsson tekur út leikbann á morgun og Patrik johannesen er frá vegna meiðsla. Patrik hefur ekki spilað síðan í maí þegar hann sleit krossband. Ánægjuleg tíðindi af honum því hann hitaði upp með Blikum á vellinum í dag og tók þátt í reit.

„Við erum með sterkan og breiðan hóp, sterkt byrjunarlið og marga sem gera tilkall og marga sem geta komið með innkomu af bekknum," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á fréttamannafundi í dag.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner