Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   lau 13. desember 2025 15:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville um Salah: Þetta er ekki óvenjuleg hegðun
Mynd: EPA
Gary Neville, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Man Utd, skilur stuðningsmenn Liverpool að vera ósáttir með ummæli Mohamed Salah þegar hann fór í viðtal og sagðist óánægður með stöðu sína.

„Ég sé ekki fyrir mér venjulegan leikmann gera svona. En leikmaður með þessi gæði sem er nánast sá besti í heimi, þú sættir þig ekki við þetta sem hann gerði, Cristiano Ronaldo gerði þetta hjá United og ég tók því alls ekki vel. Svona leikmenn eiga að láta alla vinna með sér," sagði Neville.

„Þetta er ekki óeðlileg hegðun hjá leikmanni með þessi gæði og hæfileika. Þeir eru oft með aðra sýn á hlutina."

„Mér fannst þetta rangt, tímasetningin var röng og hvernig hann tjáði sig svo ég skil hvers vegna stuðningmsenn Liverpool eru ekki ánægðir."

Athugasemdir
banner
banner