Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 14. janúar 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Steindórs: Æfi einn og vonast eftir símtali
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ekki eins og er," sagði Kristinn Steindórsson við Fótbolti.net þegar hann var spurður hvort einhver þróun væru á hans málum.

Kristinn fékk ekki áframhaldandi samning hjá FH eftir síðustu leiktíð og fréttist af honum á æfingu með Víkingum fyrir áramót.

„Ég fékk að æfa með Víkingunum í smá tíma og það var ekkert úr því - í bili allavega. Ég hef ekki farið neitt annað eða reynt að heyra í öðrum klúbbi um að fá að æfa. Ég hef æft sjálfur og reynt að halda mér í standi og vonast eftir símtali," sagði Kristinn.

Kristinn var spurður að því hvort hann útilokaði annað en Pepsi Max-deildina á komandi leiktíð.

„Ég myndi ekki segja að ég útiloki aðra möguleika, ég vil auðvitað helst vera í Pepsi-deildinni hérna heima," sagði Kristinn Steindórsson við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner