Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. janúar 2023 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Sama gamla tuggan frá Lampard - „Við verðum að taka ábyrgð"
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Everton, segir að allir verði að taka ábyrgð á gengi félagsins, en hann sérstaklega.

Everton tapaði enn einum leiknum í úrvalsdeildinni í dag er Southampton heimsótti Goodison Park.

Heimamenn náðu forystu en Southampton, sem er í góðum gír, kom til baka í þeim síðari og skoraði tvö til að næla í sigurinn.

„Það er ekki hægt að efast ástríðuna. Þetta var erfiður leikur því bæði lið eru á staða sem þau vilja ekki vera á og eru að reyna að berjast í gegnum það. Við fengum okkar færi en nýttum ekki og stundum er það þannig. Þetta var óheppilegt en við verðum að taka ábyrgð; fyrst og fremst ég. Við verðum að gera betur.“

„Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik. Ég hafði hugmyndin um hvað við vildum gera og sagði við leikmennina að þetta væri ekkert svakalega taktiskur leikur, meira um það að vera samheldnir og halda áfram leggja okkur fram. Stuðningsmenn tengja við það en markið eftir hálfleikinn breytti öllu.“

„Þegar þú tekur við svona starfi þá skilur þú hvað er í húfi. Ég vil laga hlutina og mun gera mitt allra besta. Við áttum frábæra tíma á síðasta ári með því að halda okkur uppi þegar fólk hélt að við myndum falla,“
sagði hann enn fremur.

Stjórn Everton var ráðlagt að mæta ekki á leikinn til að gæta öryggi þeirra.

„Þetta er erfiður kafli. Það er svo mikið af ástríðu í þessu félagi og af réttu ástæðunum. Allir vilja gera sitt besta en á síðustu árum höfum við farið í áttina að fallbaráttunni, bæði á síðasta ári og núna,“ sagði Lampard.
Athugasemdir
banner