Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   þri 14. janúar 2025 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Watford sýndi lífsmark - Jafnt hjá Guðlaugi Victori
Það fóru tveir leikir fram í Championship deildinni í kvöld þar sem Cardiff City og Plymouth Argyle áttu heimaleiki.

Cardiff tók á móti Watford og skildu liðin með 1-1 jafntefli en þetta er fyrsta stig Watford síðan um jólin. Liðið tapaði þremur leikjum í röð eftir annan í jólum en er núna búið að sýna lífsmark með þessu jafntefli. Cardiff var sterkari aðilinn og leiddi 1-0 allt þar til á 87. mínútu þegar Vakoun Bayo gerði jöfnunarmark.

Watford byrjaði tímabilið vel en er núna tveimur stigum frá umspilssæti eftir slakt gengi. Cardiff er hins vegar í fallbaráttu og var þetta þriðja jafntefli liðsins í röð. Velska félagið er einu stigi fyrir ofan fallsæti, með 24 stig eftir 26 umferðir.

Plymouth lenti þá undir á heimavelli gegn Oxford United en tókst að jafna í síðari hálfleik og urðu lokatölur þar 1-1.

Plymouth er áfram á botni Championship, þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni með 21 stig úr 26 umferðum. Oxford er með 29 stig.

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth og átti góðan leik í hjarta varnarinnar.

Cardiff City 1 - 1 Watford
1-0 Cian Ashford ('65 )
1-1 Vakoun Issouf Bayo ('87 )

Plymouth 1 - 1 Oxford United
0-1 Will Vaulks ('44 )
1-1 Rami Al Hajj ('63 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Millwall 17 8 4 5 19 23 -4 28
5 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
6 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
7 Bristol City 17 7 5 5 25 20 +5 26
8 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
9 Birmingham 17 7 4 6 25 19 +6 25
10 Wrexham 17 6 7 4 22 19 +3 25
11 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
12 QPR 17 7 4 6 21 25 -4 25
13 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
14 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
15 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
16 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
17 West Brom 17 6 4 7 17 20 -3 22
18 Blackburn 16 6 1 9 16 21 -5 19
19 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
20 Portsmouth 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Sheffield Utd 17 5 1 11 17 26 -9 16
22 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 17 1 5 11 12 33 -21 -4
Athugasemdir
banner
banner