Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
   sun 14. febrúar 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu hvernig fyrsta mark Sveindísar fyrir Kristianstad var
Kvenaboltinn
Sveindís í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Sveindís í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki lengi að láta til sín taka í sínum fyrsta leik með sænska félaginu Kristianstad.

Kristianstad tapaði 2-1 fyrir Häcken í æfingaleik en Sveindís kom Kristianstad yfir eftir 15 mínútna leik.

Hér fyrir ofan má sjá hennar fyrsta mark fyrir félagið.

Sveindís Jane, sem er aðeins 19 ára, fór á kostum með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Breiðablik var Íslandsmeistari og hún var besti leikmaður deildarinnar.

Hún var í láni hjá Breiðabliki frá Keflavík, en eftir tímabilið á Íslandi gekk hún í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg. Hún mun fyrst um sinn leika með Kristianstad á láni þar sem hún spilar undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur.

Kristianstad er á leið inn í afar stórt tímabil þar sem liðið mun í fyrsta sinn taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Elísabetu hefur þjálfað liðið frá 2009 og Sif Atladóttir er einnig á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner