Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   mán 14. apríl 2025 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Santos látinn fara eftir aðeins fjóra mánuði (Staðfest)
Mynd: EPA
Brasilíska félagið Santos hefur staðfest brottrekstur þjálfarans Pedro Caixinha eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Caixinha, sem hefur þjálfað út um allan heim, tók við Santos í lok desember og vann sinn fyrsta leik.

Hann fékk öflugan liðsstyrk í hópinn eftir áramót er Neymar kom aftur heim, en það hefur ekki verið nóg til að halda Santos í baráttu við sterkustu lið deildarinnar.

Brasilíska A-deildin fór af stað á dögunum og hefur Santos tapað öllum þremur leikjum sínum.

Síðasta kornið sem fyllti mælinn var 1-0 tapið gegn Fluminense í gær en Santos hefur tilkynnt að Caixinha sé horfinn á braut og mun aðstoðarmaður hans, Cesar Sampao, stýra liðinu tímabundið á meðan Santos leitar að nýjum þjálfara.


Athugasemdir