Brasilíska félagið Santos hefur staðfest brottrekstur þjálfarans Pedro Caixinha eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.
Caixinha, sem hefur þjálfað út um allan heim, tók við Santos í lok desember og vann sinn fyrsta leik.
Hann fékk öflugan liðsstyrk í hópinn eftir áramót er Neymar kom aftur heim, en það hefur ekki verið nóg til að halda Santos í baráttu við sterkustu lið deildarinnar.
Brasilíska A-deildin fór af stað á dögunum og hefur Santos tapað öllum þremur leikjum sínum.
Síðasta kornið sem fyllti mælinn var 1-0 tapið gegn Fluminense í gær en Santos hefur tilkynnt að Caixinha sé horfinn á braut og mun aðstoðarmaður hans, Cesar Sampao, stýra liðinu tímabundið á meðan Santos leitar að nýjum þjálfara.
O Santos Futebol Clube informa que o técnico Pedro Caixinha não comanda mais o time profissional. Junto com ele deixam o Clube os auxiliares técnicos Pedro Malta e José Pratas, o preparador físico Guilherme Gomes e o preparador de goleiros José Belman. O auxiliar técnico César… pic.twitter.com/qaAoMMheI5
— Santos FC (@SantosFC) April 14, 2025
Athugasemdir