Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   sun 14. ágúst 2022 21:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa eftir tapið gegn Val: Þeir refsuðu okkur herfilega
Stjörnumenn gjafmildir í kvöld að mati Gústa
Stjörnumenn gjafmildir í kvöld að mati Gústa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég veit ekki hvað má kalla þetta en þetta var ekki góð frammistaða af okkar hálfu og það gekk allt upp hjá Völsurum í dag, þeir voru sterkir en mér fannst við vera gjalfmildir í okkar leik. Þeir gengu bara á lagið og þetta var bara erfitt kvöld fyrir okkur" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 6-1 tap á Völsurum í kvöld í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn komust í 1-0 eftir rúman 20 mínútna leik en hvað gerist svo?

"Við komum af ákveðnum krafti inn í leikinn en eftir markið þá vorum við alveg inn í leiknum fannst mér en Valsararnir gengu bara á lagið og nýttu sín upphlaup vel og refsuðu okkur herfilega

Þessi frammistaða var ansi mikil sveifla frá 5-2 sigrinum á toppliði Breiðabliks í síðustu umferð og mikið hefur verið talað um í sumar um óstöðugleika Stjörnuliðsins.

"Já þetta var þriðja tapið okkar í sumar og búið að vera mikið af jafnteflum og slatta mikið af sigrum líka, sveiflur jú jú klárlega en það gefur okkur ekkert í dag þetta var í raun og veru bara mjög slakt hjá okkur heilt yfir, byrjuðum vel og fengum alveg ágætis færi í leiknum"

Daníel Finns og Daníel Laxdal voru teknir út af í hálfleik, var Gústi eitthvað sérstaklega pirraður út í þá?

"Nei ekkert pirraður út í þá sérstaklega við vildum bara reyna gera meira sóknarlega og taktískar breytingar sem að virkuðu ekki þannig við tökum það alveg á okkur. Við vildum bara sækja og ætluðum að reyna jafna leikinn en það gekk ekki"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner