Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 14. ágúst 2022 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Helgi Sig eftir 6-1 sigur á Stjörnunni: Við skuldum ennþá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þrátt fyrir erfiða byrjun, lenda snemma marki undir þá sýndum frábæran karakter, góður mórall í liðinu og menn komu þvílikt til baka og leið og fyrsta markið kom þá fór sýningin af stað og hélt áfram allann leikinn og þetta var síst of stór sigur gegn frábæru liði Stjörnunnar" Sagði Helgi Sigurðsson eftir frábæran 6-1 sigur Vals á Stjörnunni í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn komu fullir sjálfstrausts inn í leikinn eftir að hafa unnið topplið Blika 5-2 í síðustu umferð, komust yfir en Valsmenn náðu heldur betur að snúa blaðinu við.

"Við vissum það að þeir voru hátt uppi eftir sigurinn á móti Blikum og við ætluðum okkur að nýta það. Við skuldum ennþá frá fyrr í sumar og við þurfum að halda áfram á sömu braut og vera klárir. Við eigum alvöru leiki framundan, Víkingur í næstu viku og við þurfum að sýna aðra eins frammistöðu þar"

Það var mikið í umræðunni þegar að Heimir Guðjónsson var með liðið að það væri galið að hafa Aron Jóhannsson í "tíunni" í þessu leikkerfi hjá Val en í kvöld var hann stórkostlegur, einmitt í þessu "tíu" hlutverki.

"Já það er búið að vera mikill stígandi í hans leik og hann hefur bara verið mjög góður eins og allt Valsliðið undanfarið og hann er bara frábær leikmaður. Við erum með fullt af góðum leikmönnum í þessu liði og það er það sem gerir þetta, samkeppni um stöður í liðinu, umfram allt erum við góð liðsheild og allir tilbúnir að bakka hvorn annan upp og við verðum að halda því áfram og ef við gerum það þá eru okkar allir vegir færir"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Helgi talar t.d. um meðbyrinn sem er með Val þessa stundina.
Athugasemdir
banner