Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 14. ágúst 2022 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Helgi Sig eftir 6-1 sigur á Stjörnunni: Við skuldum ennþá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þrátt fyrir erfiða byrjun, lenda snemma marki undir þá sýndum frábæran karakter, góður mórall í liðinu og menn komu þvílikt til baka og leið og fyrsta markið kom þá fór sýningin af stað og hélt áfram allann leikinn og þetta var síst of stór sigur gegn frábæru liði Stjörnunnar" Sagði Helgi Sigurðsson eftir frábæran 6-1 sigur Vals á Stjörnunni í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn komu fullir sjálfstrausts inn í leikinn eftir að hafa unnið topplið Blika 5-2 í síðustu umferð, komust yfir en Valsmenn náðu heldur betur að snúa blaðinu við.

"Við vissum það að þeir voru hátt uppi eftir sigurinn á móti Blikum og við ætluðum okkur að nýta það. Við skuldum ennþá frá fyrr í sumar og við þurfum að halda áfram á sömu braut og vera klárir. Við eigum alvöru leiki framundan, Víkingur í næstu viku og við þurfum að sýna aðra eins frammistöðu þar"

Það var mikið í umræðunni þegar að Heimir Guðjónsson var með liðið að það væri galið að hafa Aron Jóhannsson í "tíunni" í þessu leikkerfi hjá Val en í kvöld var hann stórkostlegur, einmitt í þessu "tíu" hlutverki.

"Já það er búið að vera mikill stígandi í hans leik og hann hefur bara verið mjög góður eins og allt Valsliðið undanfarið og hann er bara frábær leikmaður. Við erum með fullt af góðum leikmönnum í þessu liði og það er það sem gerir þetta, samkeppni um stöður í liðinu, umfram allt erum við góð liðsheild og allir tilbúnir að bakka hvorn annan upp og við verðum að halda því áfram og ef við gerum það þá eru okkar allir vegir færir"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Helgi talar t.d. um meðbyrinn sem er með Val þessa stundina.
Athugasemdir
banner