Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 14. ágúst 2022 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Helgi Sig eftir 6-1 sigur á Stjörnunni: Við skuldum ennþá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þrátt fyrir erfiða byrjun, lenda snemma marki undir þá sýndum frábæran karakter, góður mórall í liðinu og menn komu þvílikt til baka og leið og fyrsta markið kom þá fór sýningin af stað og hélt áfram allann leikinn og þetta var síst of stór sigur gegn frábæru liði Stjörnunnar" Sagði Helgi Sigurðsson eftir frábæran 6-1 sigur Vals á Stjörnunni í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn komu fullir sjálfstrausts inn í leikinn eftir að hafa unnið topplið Blika 5-2 í síðustu umferð, komust yfir en Valsmenn náðu heldur betur að snúa blaðinu við.

"Við vissum það að þeir voru hátt uppi eftir sigurinn á móti Blikum og við ætluðum okkur að nýta það. Við skuldum ennþá frá fyrr í sumar og við þurfum að halda áfram á sömu braut og vera klárir. Við eigum alvöru leiki framundan, Víkingur í næstu viku og við þurfum að sýna aðra eins frammistöðu þar"

Það var mikið í umræðunni þegar að Heimir Guðjónsson var með liðið að það væri galið að hafa Aron Jóhannsson í "tíunni" í þessu leikkerfi hjá Val en í kvöld var hann stórkostlegur, einmitt í þessu "tíu" hlutverki.

"Já það er búið að vera mikill stígandi í hans leik og hann hefur bara verið mjög góður eins og allt Valsliðið undanfarið og hann er bara frábær leikmaður. Við erum með fullt af góðum leikmönnum í þessu liði og það er það sem gerir þetta, samkeppni um stöður í liðinu, umfram allt erum við góð liðsheild og allir tilbúnir að bakka hvorn annan upp og við verðum að halda því áfram og ef við gerum það þá eru okkar allir vegir færir"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Helgi talar t.d. um meðbyrinn sem er með Val þessa stundina.
Athugasemdir
banner