Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. september 2020 12:30
Innkastið
Valur geggjað varnarlið - Haldið sjö sinnum hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar eftir leiki gærdagsins. Valur vann Víking R. 2-0 á heimavelli í gærkvöldi.

„Eftir 3-4 umferðir í ár leit þetta ekki vel út en síðan hafa þeir hrokkið í gírinn," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gær.

Valur hefur einungis fengið tólf mörk á sig í þrettán leikjum. Liðið fékk fjögur mörk á sig gegn KR og fjögur gegn ÍA en þess fyrir utan eru mörkin einungis fjögur sem liðið hefur fengið á sig.

Valur hefur haldið sjö sinnum hreinu í sumar og unnið sjö leiki í röð í deildinni.

„Mér finnst Valsliðið vera fyrst og fremst vera geggjað varnarlið. Á bakvið þennan þétta múr er Hannes sem er að verja frábærlega á milli stanganna. Ég sé ekki neitt lið nálgast Valsmenn ef vélin heldur áfram að malla svona," sagði Ingólfur.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Yfirferð að loknum Ofursunnudegi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner