Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frederik Schram á leið í aðgerð og verður ekki meira með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram, markmaður Vals, verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest.

Frederik er á leið í aðgerð 22. september. Hann hefur verið að glíma við brjósklos í baki. Hann hafði verið utan hóps í þremur af síðustu fjórum leikjum Vals fyrir leikinn gegn Stjörnunni í dag vegna þessara meiðsla.

Toppslagur Vals og Stjörnunnar hefst 19:15 á N1-vellinum að Hlíðarenda og er Stefán Þór Ágústsson í marki Vals.

Áætlaður endurkomu tími eftir aðgerðina eru 3-4 mánuðir og ætti Frederik að geta verið mættur aftur á völlinn nokkuð snemma á næsta undirbúningstímabili.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Frederik kom til Vals í vor og hefur átt mjög gott tímabil með toppliðinu.

Hann er þrítugur og er samningsbundinn Val út tímabilið 2027.
Athugasemdir
banner