Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 14. september 2025 18:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri tapaði gegn KA á Akureyri í dag í lokaumferðinni fyrir tvískiptingu deildarinnar. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Vestri

„Tilfinningin er klárlega ekki góð, það skiptir máli hvernig þú tapar. Heilt yfir fannst mér Vestra liðið gott í fyrri hálfleik og fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við björgum á línu og skorum strax í kjölfarið, mér fannst leikurinn vera snúast okkur í vil," sagði Davíð.

„Við urðum kærulausir og slitnir. Við hleyptum þessu upp í hálfgerðan 'ping pong' leik. Fórum í langa bolta án þess að liðið væri klárt í að vinna seinni boltann. Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum og að við höfum unnið okkur inn ákveðna virðingu. Við vorum að tapa mikið af návígum, lausir boltar í teignum sem við díluðum illa við."

Vestri hefur átt gott tímabil heilt yfir og verið að berjast í efri hlutanum en niðurstaðan er sú að liðið endar í neðri hlutanum. Liðið átti erfitt uppdráttar í kringum úrslitaleik bikarsins sem liðið vann gegn Val.

„Við erum búnir að vera í efri hlutanum allt mótið. Mér fannst liðið eiga það skilið. Frammistaðan í dag verðskuldar það kannski ekki en heilt yfir er þetta Vestra lið búið að leggja allt i þetta. Við getum ekki neitað því að það var ákveðið fókusleysi í kringum bikarinn og það hefur kostað okkur. Ég er ósáttur með það, við þurfum að þroskast hratt og læra af þeim mistökum og ég þar á meðal. Í draumaheimi hefði þessi bikarleikur verið spilaður aðeins seinna í mótinu en það er ekki hægt að fela sig á bakvið það. Það verður að bíða betri tíma að við getum tekið lærdóm af því, það er langt í næsta mót og næsta bikarleik."

Davíð Smári var mjög ósáttur með sitt lið í dag.

„Við getum ekki gleymt þessum leik í dag það er alveg klárt. Við þurfum heldur betur að brýna aðeins hnífana og fara yfir hlutina. Vestra liðið hefur á ótrúlega stuttum tíma búið til ákveðið 'identity' sem öll lið efstu deild á Íslandi séu að leitast eftir. Það vita allir fyrir hvað Vestra liðið stendur í dag en mér fannst við alls ekki ná að sýna það í 30 mínútur dag sem ég sætti mig ekki við og eitthvað sem mér finnst að leikmenn Vestra eigi aldrei að sætta sig við. Það má setja út á hitt og þetta hjá Vestra liðinu og fólk getur sett út á mig en ef það er eitthvað sem ég mun aldrei sætta mig við er að liðið mitt sé undir í baráttunni og mér fannst við vera það síðustu 30 mínúturnar sem er algjörlega óboðlegt,"
Athugasemdir
banner
banner