Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net í viðræðum við sænska félagið Norrköping um að taka við sem þjálfari liðsins.
Norrköping er í þjálfaraleit eftir að Glen Riddersholm var látinn fara í vikunni.
Norrköping er í þjálfaraleit eftir að Glen Riddersholm var látinn fara í vikunni.
Arnar er fimmtugur og hefur verið aðalþjálfari Víkings í fimm ár, tók við liðinu eftir tímabilið 2018. Sem þjálfari Víkings hefur hann tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari.
Norrköping er mikið Íslendingafélag og eru þrír leikmenn á mála hjá félaginu. Það eru þeir Arnór Ingvi Traustason, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Andri Sigurgeirsson.
Um liðna helgi lék Ari Freyr Skúlason sinn lokaleik fyrir liðið og lokaleik á ferlinum. Hann er að taka við sem 'transition' þjálfari hjá félaginu, verður tenging milli aðalliðsins og unglingaliðanna.
Norrköping endaði í 9. sæti sænsku deildarinnar á liðnu tímabili.
Athugasemdir