Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2024 11:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi Hrafn til Svíþjóðar?
Á að baki 112 leiki í meistaraflokki. Í sumar skoraði hann eitt mark í 24 deildarleikjum.
Á að baki 112 leiki í meistaraflokki. Í sumar skoraði hann eitt mark í 24 deildarleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi á að baki einn A-landsleik og 31 leik fyrir yngri landsliðin.
Logi á að baki einn A-landsleik og 31 leik fyrir yngri landsliðin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Helsingborg hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á FH-ingnum Loga Hrafni Róbertssyni.

Hann er þessa stundina með U21 landsliðinu sem undirbýr sig fyrir vináttuleik gegn Póllandi á Spáni. Logi er U21 landsliðsmaður, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í byrjun árs og hefur verið í stóru hlutverki hjá uppeldisfélaginu undanfarin ár. Hann er samningsbundinn FH út árið.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þurfa þó erlend félög að ná samkomulagi við FH um kaupverð því leikmaðurinn er undir 23 ára aldri, hefur verið boðinn samningur og FH á því rétt á uppeldisbótum.

Helsingborg er í næstefstu deild Svíþjóðar. Liðið rétt missti af sæti í umspilinu um sæti í efstu deild á næsta ári. Helsinborg IF var síðast í efstu deild tímabilið 2022. Liðið hefur fimm sinnum orðið sænskur meistari, síðast tímabilið 2011 þegar Guðjón Pétur Lýðsson var leikmaður liðsins.

Ellefu Íslendingar hafa spilað með Helsingborg og þar á meðal er FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson sem var hjá félaginu tímabilið 2021. FH fékk þá Daníel Hafsteinsson á láni frá Helsinborg tímabilið 2020.

Aðrir Íslendingar sem hafa spilað með Helsinborg eru þeir Andri Rúnar Bjarnason, Hilmar Björnsson, Alfreð Finnbogason, Albert S Guðmundsson, Jakob Már Jónharðsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Arnór Smárason og Ólafur Ingi Skúlason.
Athugasemdir
banner
banner
banner