Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
   mið 09. október 2024 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Icelandair
Logi Hrafn Róbertsson.
Logi Hrafn Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik með FH í sumar.
Eftir leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tveir hörkuleikir og við erum enn í góðum séns," sagði Logi Hrafn Róbertsson, varnarmaður FH og U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í morgunsárið.

Framundan eru tveir síðustu leikir U21 í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Strákarnir mæta Litháen á morgun og þeir geta búið til úrslitaleik gegn Danmörku með sigri þar.

Í síðasta verkefni vann liðið sigur á Danmörku og tapaði svo gegn Wales.

„Þetta var eiginlega svart og hvítt. Við vorum mjög góðir á móti Dönum en svo vantaði kraft í okkur á móti Wales. Það var mjög svekkjandi. Við þurfum að vinna úr því sem við höfum í höndunum," segir Logi en það er mikil spenna í riðlinum og strákarnir eru enn með örlögin í sínum höndum.

„Það er geggjað að fá að spila svona stóra leiki og hafa eitthvað undir. Það gefur okkur auka kraft."

„Við munum eftir leiknum úti gegn Litháen. Þar vorum við heppnir að koma heim með þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfitt og við þurfum að undirbúa okkur vel."

Stefnir á að fara í atvinnumennsku
Logi, sem er fæddur árið 2004, hefur spilað stórt hlutverk með U21 landsliðinu í þessari undankeppni og leikið vel í miðverðinum. Hann er einnig lykilmaður hjá uppeldisfélagi sínu FH en samningur hans þar er að renna út um áramótin.

„Ég stefni á að fara út í atvinnumennsku en ég ætla að klára þessa síðustu leiki með FH eftir landsliðsverkefnið og sjá svo til hvað gerist," segir Logi.

„Það hafa verið einhverjar þreifingar en ekkert meira en það."

Það hefur verið áhugi hjá félögum hér heima á Loga. Valur gerði tilboð í hann í sumar en því var hafnað. Er möguleiki á að þú farir í annað félag hér á Íslandi?

„Nei, ég sé ekki fyrir mér að spila fyrir annað félag (hér heima) en FH, ekki eins og staðan er núna," sagði Logi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner