Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   mið 09. október 2024 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Icelandair
Logi Hrafn Róbertsson.
Logi Hrafn Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik með FH í sumar.
Eftir leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tveir hörkuleikir og við erum enn í góðum séns," sagði Logi Hrafn Róbertsson, varnarmaður FH og U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í morgunsárið.

Framundan eru tveir síðustu leikir U21 í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Strákarnir mæta Litháen á morgun og þeir geta búið til úrslitaleik gegn Danmörku með sigri þar.

Í síðasta verkefni vann liðið sigur á Danmörku og tapaði svo gegn Wales.

„Þetta var eiginlega svart og hvítt. Við vorum mjög góðir á móti Dönum en svo vantaði kraft í okkur á móti Wales. Það var mjög svekkjandi. Við þurfum að vinna úr því sem við höfum í höndunum," segir Logi en það er mikil spenna í riðlinum og strákarnir eru enn með örlögin í sínum höndum.

„Það er geggjað að fá að spila svona stóra leiki og hafa eitthvað undir. Það gefur okkur auka kraft."

„Við munum eftir leiknum úti gegn Litháen. Þar vorum við heppnir að koma heim með þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfitt og við þurfum að undirbúa okkur vel."

Stefnir á að fara í atvinnumennsku
Logi, sem er fæddur árið 2004, hefur spilað stórt hlutverk með U21 landsliðinu í þessari undankeppni og leikið vel í miðverðinum. Hann er einnig lykilmaður hjá uppeldisfélagi sínu FH en samningur hans þar er að renna út um áramótin.

„Ég stefni á að fara út í atvinnumennsku en ég ætla að klára þessa síðustu leiki með FH eftir landsliðsverkefnið og sjá svo til hvað gerist," segir Logi.

„Það hafa verið einhverjar þreifingar en ekkert meira en það."

Það hefur verið áhugi hjá félögum hér heima á Loga. Valur gerði tilboð í hann í sumar en því var hafnað. Er möguleiki á að þú farir í annað félag hér á Íslandi?

„Nei, ég sé ekki fyrir mér að spila fyrir annað félag (hér heima) en FH, ekki eins og staðan er núna," sagði Logi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir