Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 09:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leiðir FH og Rosenörn skilja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mathias Rosenörn hefur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, yfirgefið FH og verður því ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili.

Hann gerði tveggja ára samning við félagið síðasta vetur.

Mathias varði mark liðsins í 26 deildarleikjum í sumar og fékk á sig 44 mörk.

Hann er 32 ára Dani sem kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2023. Þá varði hann mark Keflavíkur og á síðasta tímabili var hann hjá Stjörnunni þar til leiðir skildu seinni hluta tímabilsins.

Á síðustu dögum hafa þeir Jökull Andrésson og Árni Snær Ólafsson verið orðaðir við FH.
Athugasemdir
banner
banner