Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
banner
   sun 14. desember 2025 12:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikir: 2009 módel með mark fyrir Þrótt
Jakob Ocares á að baki níu unglingalandsleiki.
Jakob Ocares á að baki níu unglingalandsleiki.
Mynd: Þróttur
Jón Arnar Barðdal skoraði fyrir Hauka gegn HK.
Jón Arnar Barðdal skoraði fyrir Hauka gegn HK.
Mynd: Haukar
Á föstudag fóru fram tveir æfingaleikir, Þróttur og Afturelding gerðu jafntefli í Laugardalnum og HK vann á Völlunum í Hafnarfirði.

Jakob Ocares (2009) skoraði mark Þróttar og Rikharður Smári (2006) skoraði mark Aftureldingar í leiknum.

Haukar verða með öflugt lið í 2. deild í sumar og tóku á móti HK í knatthúsinu sínu. Jón Arnar Barðdal, fyrrum leikmaður HK, og Haukur Darri skoruðu mörk Hauka. Dagur Ingi Axelsson heldur áfram að skora á undirbúningstímabilinu og Atli Þór skoraði einnig fyrir HK, þriðja mark HK var sjálfsmark sem Dominik Radic átti stóran þátt í að skapa.

Í gær vann svo kvennalið Hauka öruggan 5-0 sigur í Lengjudeildarslag í knatthúsi Hauka.

Þróttur 1 - 1 Afturelding
Mark Þróttar: Jakob Ocares Kristjánsson
Mark Aftureldingar: Rikharður Smári Gröndal

Haukar 2 - 3 HK
Mörk Hauka: Jón Arnar Barðdal og Haukur Darri Pálsson
Mörk HK: Dagur Ingi Axelsson, Atli Þór Gunnarsson og sjálfsmark.

Haukar 5 - 0 Keflavík

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner