Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 16:25
Elvar Geir Magnússon
Albert orðaður við Roma og Þórir Jóhann við Sampdoria
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
La Gazzetta dello Sport og Il Messaggero fjalla bæði um það að íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson sé á óskalista Roma.

Rómverjar vilja fá Joshua Zirkzee frá Manchester United en viðræður eru sagðar á flóknu stigi.

Roma hefur haft augastað á Alberti í einhvern tíma og ítalskir fjölmiðlar segja framtíð hans í óvissu, ekki síst vegna stöðu Fiorentina en liðið er límt við botn ítölsku A-deildarinnar.

Roma er í fjórða sæti deildarinnar og er sagt að félagið muni reyna að fá Albert á lánssamningi.

Þá er miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason orðaður við Sampdoria í Il Secolo XIX. Þórir er hjá Lecce en hefur aðeins fengið einn byrjunarliðsleik í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili.

Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum en verið ónotaður varamaður í síðustu sjö.

Sampdoria er í fallsæti í ítölsku B-deildinni en hyggst styrkja sig í janúarglugganum til að snúa genginu við. Samningur Þóris við Lecce rennur út eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner