Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, sagði í Útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag að hann væri með augastað á einum Íslendingi. Fyrir hjá Brann eru þeir Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson.
„Það verður klárlega ekki kvartað yfir þeim, báðir stórkostlegir. Þegar ég tek Íslendinga til mín þá er það mjög vel ígrundað og ekki svigrúm að það klikki og þ.a.l. set ég miklar körfur á þá drengi. Þeir hafa staðist það. Við erum að skoða einn Íslending núna og aðstoðarmaður minn Jonathan (Hartmann) minnti mig á að ég hafi tekið sex Íslendinga á mínum ferli og þeir hafa allir verið seldir fyrir stærri upphæðir til annars félags, hafa allir staðið sig vel. Meira að segja 33 ára Alfreð Finnbogason var seldur frá Lyngby til Eupen," sagði Freysi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum neðst.
„Það verður klárlega ekki kvartað yfir þeim, báðir stórkostlegir. Þegar ég tek Íslendinga til mín þá er það mjög vel ígrundað og ekki svigrúm að það klikki og þ.a.l. set ég miklar körfur á þá drengi. Þeir hafa staðist það. Við erum að skoða einn Íslending núna og aðstoðarmaður minn Jonathan (Hartmann) minnti mig á að ég hafi tekið sex Íslendinga á mínum ferli og þeir hafa allir verið seldir fyrir stærri upphæðir til annars félags, hafa allir staðið sig vel. Meira að segja 33 ára Alfreð Finnbogason var seldur frá Lyngby til Eupen," sagði Freysi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum neðst.
Fótbolta.net barst ábending að umræddur Íslendingur væri Þórir Jóhan Helgason sem er leikmaður Lecce á Ítalíu. Þórir er 25 ára Hafnfirðingur, miðjumaður, sem hefur lítið spilað með liði sínu á tímabilinu, einungis komið við sögu í fimm leikjum og verið ónotaður varamaður í síðustu fjórum leikjum.
Hann á að baki 20 landsleiki og hefur í þeim skorað tvö mörk. Hann var í landsliðshópnum í september og október en var ekki með í lokaleikjunum í undankeppninni. Hann er samningsbundinn Lecce fram á næsta sumar.
Fótbolti.net spurði Frey út í mögulegan áhuga á Þóri Jóhanni en þjálfarinn vildi ekki tjá sig um leikmannamál. Freyr er að undirbúa liðið sitt fyrir leik gegn gríska liðinu PAOK í Evrópudeildinni. Sá leikur hefst klukkan 17:45 á morgun og fer fram í Þessalóníku.
Athugasemdir



