Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 14. desember 2025 14:50
Elvar Geir Magnússon
Hræðileg mistök Tottenham - „Snemmbúin jólagjöf!“
Vicario markvörður Tottenham gerði slæm mistök.
Vicario markvörður Tottenham gerði slæm mistök.
Mynd: EPA
Það er hálfleikur í þeim fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 14. Þar á meðal er viðureign Nottingham Forest og Tottenham.

Þar leiðir Forest 1-0 eftir mark Callum Hudson-Odoi.

„Snemmbúin jólagjöf!" segir í lýsingu BBC en Forest fékk markið á silfurfati frá Tottenham.

Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham, gerði hræðileg mistök með því að setja Archie Gray í erfiða stöðu undir pressu. Leikmaðurinn ungi tapaði boltanum til Ibrahim Sangare sem lagði upp fyrir Hudson-Odoi.

„Algjör martröð fyrir Tottenham sem geta bara sjálfum sér um kennt. Sending Guglielmo Vicario er afleit," segir Nick Mashiter, fréttamaður BBC.

Tottenham hefur gert fimm mistök sem hafa kostað mörk í ensku úrvalsdeildinni en aðeins botnlið Wolves (sjö) hafa gert fleiri.

Vicario, markvörður Tottenham, hefur fengið mikla gagnrýni á þessu tímabili enda gert slæm mistök. Stuðningsmenn Spurs bauluðu á hann eftir tap gegn Fulham nýlega.

Hálfleikstölur:
Nottingham Forest - Tottenham 1-0
Crystal Palace - Man City 0-1 (Haaland)
Sunderland - Newcastle 0-0
West Ham - Aston Villa 2-1
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner