Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   sun 14. desember 2025 16:10
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Albert og félagar í algjörum skítamálum - Napoli tapaði
Mynd: EPA
Jurgen Ekkelenkamp fagnar sigurmarki sínu.
Jurgen Ekkelenkamp fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: EPA
Ömurlegt gengi Fiorentina í ítölsku A-deildinni ætlar engan enda að taka. Liðið tapaði 1-2 gegn Hellas Verona í fallbaráttuslag í dag.

Nígeríski sóknarmaðurinn Gift Orban skoraði bæði mörk Verona en það seinna var sigurmark í uppbótartíma.

Fiorentina er án sigurs í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig og er nú átta stigum frá öruggu sæti. Pisa er næstneðst með 10 stig og Verona fór upp í 12 stig með sigrinum.

Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Fiorentina og krækti sér í gult spjald fyrir brot.

Napoli mistókst að komast í toppsætið en liðið tapaði fyrir Udinese sem skellti sér upp í tíunda sæti. Hollenski miðjumaðurinn Jurgen Ekkelenkamp skoraði eina mark leiksins. Napoli er einu stigi á eftir AC Milan sem trónir á toppnum.

Fiorentina 1 - 2 Verona
0-1 Gift Orban ('42 )
1-1 Unai Nunez ('69 , sjálfsmark)
1-2 Gift Orban ('90 )

Udinese 1 - 0 Napoli
1-0 Jurgen Ekkelenkamp ('73 )

Tveir leikir eru eftir í ítölsku deildinni í dag. Genoa og Inter mætast klukkan 17 og svo leika Bologna og Juventus klukkan 19:45.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
2 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 18 11 0 7 20 12 +8 33
5 Juventus 18 9 6 3 24 16 +8 33
6 Como 17 8 6 3 23 12 +11 30
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
10 Sassuolo 18 6 5 7 23 22 +1 23
11 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 17 4 5 8 12 23 -11 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 18 1 9 8 13 25 -12 12
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner