Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent - Amorim ætlar ekki að versla í janúar - Cunha fær samningstilboð
   fös 15. febrúar 2019 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KR 
Guðmunda Brynja í KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Guðmunda Brynja Óladóttir er búin að skrifa undir tveggja ára samning við KR eftir tvö ár með Stjörnunni.

Guðmunda er uppalin á Selfossi og þótti eitt mesta efni landsins upp yngri flokkana, en hún gerði til að mynda 13 mörk í 19 landsleikjum fyrir U17 landsliðið.

Hún lék lykilhlutverk hjá meistaraflokki Selfoss en var fengin yfir í Garðabæinn 2017 og gerði 14 mörk í 40 leikjum fyrir Stjörnuna, sem var ekki jafn mikið og hún hafði verið að skora á Selfossi.

Nú fær hún tækifæri til að koma ferlinum aftur í fyrra far þar sem hún mun líklegast gegna lykilhlutverki hjá KR og unnið sig aftur inn í A-landsliðið, en hún á 15 leiki að baki þar.

Guðmunda hefur nægan tíma til að láta ljós sitt skína en hún er fædd 1994. Hún býr yfir miklum hæfileikum enda skoraði hún 33 mörk í 54 Pepsi-deildarleikjum á sínum bestu árum hjá Selfossi, þegar hún var 19, 20 og 21 árs gömul.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner