Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 15. febrúar 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Ísland um helgina - Lengjubikarinn farinn á fullt
FH og Víkingur R. mætast í kvöld.
FH og Víkingur R. mætast í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann Bose mótið.
Breiðablik vann Bose mótið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn er áberandi í íslenskri knattspyrnu um helgina en mótið hófst formlega síðustu helgi. Einnig verður leikið til úrslita í Fótbolta.net mótinu.

Fjórir leikir eru á dagskrá í Lengjubikarnum í dag en það verður úrvalsdeildarslagur þegar Víkingur R. og FH mætast í Egilshöllinni í kvöld.

Vængir Júpíters og KV mætast í úrslitaleik C-deildar Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Íslandsmeistarar Vals mæta KA í Boganum á Akureyri á morgun og Breiðablik fær 1.deildarlið Gróttu í heimsókn í Fífuna.

Tveir leikir eru á dagskrá á sunnudag en Fylkir mæta þjálfaralausu liði Þróttar R. og Þór/KA fær Stjörnuna í heimsókn í Bogann á Akureyri í Lengjubikar kvenna.

föstudagur 15. febrúar

Fótbolta.net mótið C-deild - Úrslit
19:00 Vængir Júpiters-KV (Fjölnisvöllur - Gervigras)

Lengjubikar karla A-deild - Riðill 2
20:00 Njarðvík-Víkingur Ó. (Reykjaneshöllin)

Lengjubikar karla A-deild - Riðill 3
18:10 HK-Fjölnir (Kórinn)
19:00 Fram-Afturelding (Framvöllur)

Lengjubikar karla A-deild - Riðill 4
19:00 Víkingur R.-FH (Egilshöll)

laugardagur 16. febrúar

Fótbolta.net mótið C-deild - Úrslit
11:00 Álftanes-Augnablik (Bessastaðavöllur)
14:00 Þróttur V.-Víðir (Fylkisvöllur)

Lengjubikar karla A-deild - Riðill 3
17:00 KA-Valur (Boginn)

Lengjubikar karla A-deild - Riðill 4
10:15 Breiðablik-Grótta (Fífan)

Lengjubikar kvenna A-deild - Riðill
12:15 Breiðablik-Selfoss (Fífan)
15:15 Valur-ÍBV (Egilshöll)

sunnudagur 17. febrúar

Lengjubikar karla A-deild - Riðill 2
16:15 Fylkir-Þróttur R. (Egilshöll)

Lengjubikar kvenna A-deild - Riðill
16:30 Þór/KA-Stjarnan (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner