Haukar eru með annan fótinn í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir að liðið gjörsigraði lið Hvíta riddarans, 6-1, í riðli 2 í B-deildinni í dag.
Styrmir Máni Kárason var markahæsti maður Hauka með tvö mörk en þeir Andri Freyr Baldursson, Gunnar Darri Bergvinsson, Máni Mar Steinbjörnsson og Gísli Þröstur Kristjánsson komust einnig á blað.
Haukar eru í efsta sæti riðilsins með 12 stig og ´+11 í markatölu en liðið vonast eftir því að Sindri tapi stigum á móti Víði. Sindri þarf að vinna með fimm mörkum eða meira.
Úlfarnir og KFK gerðu þá 1-1 jafntefli í riðli 4 í C-deild. Það dugði KFK til að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið mun mæta því lið sem endar uppi sem sigurvegari í riðli 3.
Úrslit og markaskorarar:
B-deild:
Haukar 6 - 1 Hvíti riddarinn
1-0 Styrmir Máni Kárason ('19 )
2-0 Andri Freyr Baldursson ('30 )
3-0 Gunnar Darri Bergvinsson ('37 )
3-1 Eiríkur Þór Bjarkason ('48 )
4-1 Styrmir Máni Kárason ('58 )
5-1 Máni Mar Steinbjörnsson ('68 )
6-1 Gísli Þröstur Kristjánsson ('84 )
C-deild:
Úlfarnir 1 - 1 KFK
1-0 Gylfi Már Hrafnsson ('10 )
1-1 Brynjar Jónasson ('87 )
Athugasemdir