Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 15. júní 2022 23:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór talar um rán: Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að útskýra
,,Það þarf ekk­ert að segja mér það kjaftæði''
Jón Þór
Jón Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svo er markmaður­inn hjá mér [Árni Snær Ólafsson] bara rist­ur upp í and­lit­inu í þriðja mark­inu
Svo er markmaður­inn hjá mér [Árni Snær Ólafsson] bara rist­ur upp í and­lit­inu í þriðja mark­inu
Mynd: Fótbolti.net
Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að koma og útskýra þetta því þetta á auðvitað ekk­ert að vera leyfi­legt
Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að koma og útskýra þetta því þetta á auðvitað ekk­ert að vera leyfi­legt
Mynd: Fótbolti.net
„Ég veit ekki hvar maður á að byrja. Geggjuð frammistaða hjá mínu liði. Mér fannst við spila þenn­an leik al­gjör­lega frá­bær­lega og verðskulduðum svo sann­ar­lega sig­ur­inn í dag en við vorum bara rænd­ir, það er ekk­ert flókn­ara en það," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir jafntefli gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Af hverju rændir? „Þetta þriðja mark hérna sem kem­ur á 93. mín­útu á auðvitað aldrei að standa. Fyr­ir það fyrsta er það aldrei auka­spyrna úti á miðjum vell­in­um. Gummi [Guðmundur Tyrf­ings­son] held ég að sé einhverjum tveim­ur metr­um frá hon­um [leik­manni KR] þegar dóm­ar­inn flaut­ar á það. Það er bara því miður."

„Gæðin í bláa liðinu voru því miður ekki frá­bær hérna í dag, það verður bara að viðurkennast, og ekki í takt við leik­inn að mínu mati. Svo er markmaður­inn hjá mér [Árni Snær Ólafsson] bara rist­ur upp í and­lit­inu í þriðja mark­inu, jöfn­un­ar­marki KR. Þar fer leikmaður KR með takkana í andlitið á honum. Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að koma og útskýra þetta því þetta á auðvitað ekk­ert að vera leyfi­legt."

„Að mönn­um sé hleypt hérna inn á völl­inn trekk í trekk og eft­ir svona frammistöðu. Við erum bara rænd­ir hérna sigr­in­um og það er auðvitað bara óafsak­an­legt."


Skagamenn vildu líka fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Steinar Þorsteinsson féll í teignum eftir viðskipti við Kristin Jónsson leikmann KR.

„Það er ekki nokk­ur spurn­ing. Hann spark­ar hann bara niður og þeir eru þrír dóm­ar­ar í kjör­stöðu til að sjá það og það að eng­inn af þeim hafi séð það, það þarf ekk­ert að segja mér það kjaftæði.“

Voruði heppnir að KR fékk ekki vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Oliver Stefánsson renndi sér og Atli Sigurjónsson féll í teignum?

„Nei mér fannst það ekki brot. Ég held að ég hafi séð það nokkuð vel og mér fannst það ekki vera brot, mér fannst hann fara á und­an niður og dóm­ar­inn met­ur það hár­rétt, það augna­blik," sagði Jón Þór.

Liðið náði heilsu í landsleikjahlénu
En að frammistöðu liðsins. Gengi ÍA hefur ekki verið gott. Hvað gerðuð þið í landsleikjahléinu?

„Eins og við höf­um talað um vor­um við bara laskaðir. Það var spilað gríðarlega þétt og marg­ir leik­ir á stutt­um tíma. Við vor­um laskaðir og í rest­ina erum við bara í gríðarlega miklum vand­ræðum. Lands­leikja­hléið sner­ist um að ná heilsu á liðið."

„Þetta frí var kær­komið og við töluðum um það. Við þurft­um að endurhlaða okk­ur og gerðum það svo sann­ar­lega, bæði æfðum við af krafti í bland við það að gefa gott frí þannig að menn voru end­ur­nærðir bæði á lík­ama og sál. Það skilaði sér í frammistöðunni. Mér fannst við spila þennan leik frábærlega í dag. Það býr mikið í þessu liði en það eru bara ástæður fyrir því að það dró af okkur [fyrir frí]. Bæði lentum við gríðarlega illa í veikindum sem höfðu gríðarleg áhrif á okkur þegar leið á."


Síðasti og eini sigur ÍA í deildinni til þessa kom í 2. umferð gegn Víkingi. Liðið var ansi nálægt sigrinum í dag.

„Við áttum sigurinn skilið, verðskulduðum það í dag og það er bara hundfúlt að fara héðan með jafntefli."

Eruð þið komnir með draumasenter í Eyþóri? „Eyþór var algjörlega frábær í dag," sagði Jón Þór.

Í lok viðtals var hann spurður út í A-landsliðið og Skagamennina í því liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner