Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 15. júní 2022 23:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór talar um rán: Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að útskýra
,,Það þarf ekk­ert að segja mér það kjaftæði''
Jón Þór
Jón Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svo er markmaður­inn hjá mér [Árni Snær Ólafsson] bara rist­ur upp í and­lit­inu í þriðja mark­inu
Svo er markmaður­inn hjá mér [Árni Snær Ólafsson] bara rist­ur upp í and­lit­inu í þriðja mark­inu
Mynd: Fótbolti.net
Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að koma og útskýra þetta því þetta á auðvitað ekk­ert að vera leyfi­legt
Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að koma og útskýra þetta því þetta á auðvitað ekk­ert að vera leyfi­legt
Mynd: Fótbolti.net
„Ég veit ekki hvar maður á að byrja. Geggjuð frammistaða hjá mínu liði. Mér fannst við spila þenn­an leik al­gjör­lega frá­bær­lega og verðskulduðum svo sann­ar­lega sig­ur­inn í dag en við vorum bara rænd­ir, það er ekk­ert flókn­ara en það," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir jafntefli gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Af hverju rændir? „Þetta þriðja mark hérna sem kem­ur á 93. mín­útu á auðvitað aldrei að standa. Fyr­ir það fyrsta er það aldrei auka­spyrna úti á miðjum vell­in­um. Gummi [Guðmundur Tyrf­ings­son] held ég að sé einhverjum tveim­ur metr­um frá hon­um [leik­manni KR] þegar dóm­ar­inn flaut­ar á það. Það er bara því miður."

„Gæðin í bláa liðinu voru því miður ekki frá­bær hérna í dag, það verður bara að viðurkennast, og ekki í takt við leik­inn að mínu mati. Svo er markmaður­inn hjá mér [Árni Snær Ólafsson] bara rist­ur upp í and­lit­inu í þriðja mark­inu, jöfn­un­ar­marki KR. Þar fer leikmaður KR með takkana í andlitið á honum. Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að koma og útskýra þetta því þetta á auðvitað ekk­ert að vera leyfi­legt."

„Að mönn­um sé hleypt hérna inn á völl­inn trekk í trekk og eft­ir svona frammistöðu. Við erum bara rænd­ir hérna sigr­in­um og það er auðvitað bara óafsak­an­legt."


Skagamenn vildu líka fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Steinar Þorsteinsson féll í teignum eftir viðskipti við Kristin Jónsson leikmann KR.

„Það er ekki nokk­ur spurn­ing. Hann spark­ar hann bara niður og þeir eru þrír dóm­ar­ar í kjör­stöðu til að sjá það og það að eng­inn af þeim hafi séð það, það þarf ekk­ert að segja mér það kjaftæði.“

Voruði heppnir að KR fékk ekki vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Oliver Stefánsson renndi sér og Atli Sigurjónsson féll í teignum?

„Nei mér fannst það ekki brot. Ég held að ég hafi séð það nokkuð vel og mér fannst það ekki vera brot, mér fannst hann fara á und­an niður og dóm­ar­inn met­ur það hár­rétt, það augna­blik," sagði Jón Þór.

Liðið náði heilsu í landsleikjahlénu
En að frammistöðu liðsins. Gengi ÍA hefur ekki verið gott. Hvað gerðuð þið í landsleikjahléinu?

„Eins og við höf­um talað um vor­um við bara laskaðir. Það var spilað gríðarlega þétt og marg­ir leik­ir á stutt­um tíma. Við vor­um laskaðir og í rest­ina erum við bara í gríðarlega miklum vand­ræðum. Lands­leikja­hléið sner­ist um að ná heilsu á liðið."

„Þetta frí var kær­komið og við töluðum um það. Við þurft­um að endurhlaða okk­ur og gerðum það svo sann­ar­lega, bæði æfðum við af krafti í bland við það að gefa gott frí þannig að menn voru end­ur­nærðir bæði á lík­ama og sál. Það skilaði sér í frammistöðunni. Mér fannst við spila þennan leik frábærlega í dag. Það býr mikið í þessu liði en það eru bara ástæður fyrir því að það dró af okkur [fyrir frí]. Bæði lentum við gríðarlega illa í veikindum sem höfðu gríðarleg áhrif á okkur þegar leið á."


Síðasti og eini sigur ÍA í deildinni til þessa kom í 2. umferð gegn Víkingi. Liðið var ansi nálægt sigrinum í dag.

„Við áttum sigurinn skilið, verðskulduðum það í dag og það er bara hundfúlt að fara héðan með jafntefli."

Eruð þið komnir með draumasenter í Eyþóri? „Eyþór var algjörlega frábær í dag," sagði Jón Þór.

Í lok viðtals var hann spurður út í A-landsliðið og Skagamennina í því liði.
Athugasemdir
banner
banner