Davíð Ingvarsson hefur yfirgefið danska félagið Kolding eftir stutta dvöl hjá félaginu.
Kolding staðfestir þetta á Fésbókarsíðu sinni en Fótbolti.net sagði frá því fyrst á dögunum að Davíð væri á förum frá félaginu.
Kolding staðfestir þetta á Fésbókarsíðu sinni en Fótbolti.net sagði frá því fyrst á dögunum að Davíð væri á förum frá félaginu.
Davíð og Kolding hafa komist að sameiginlegri ákvörðun um að slíta samstarfinu. Davíð var svekktur með lítinn spiltíma hjá félaginu.
Þessi öflugi vinstri bakvörður hefur að undanförnu verið orðaður við AB í Danmörku, en Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari þess liðs. AB er í dönsku C-deildinni.
Davíð, sem er 25 ára, á að baki 93 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik þar sem hann hefur skorað eitt mark. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2022. Hann er uppalinn í Breiðabliki og FH en hefur eingöngu leikið með Breiðabliki í meistaraflokki hér á landi, fyrir utan ellefu leiki með Haukum sumarið 2018.
Athugasemdir