Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 19:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fótbolti.net bikarinn: Sannfærandi sigur Gróttu - Fyrsta liðið í 8-liða úrslit
Björgvin Stefánsson skoraði tvennu
Björgvin Stefánsson skoraði tvennu
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Grótta 3 - 0 KFS
1-0 Björgvin Stefánsson ('19 )
2-0 Caden Robert McLagan ('23 )
3-0 Björgvin Stefánsson ('37 )
Lestu um leikinn

Grótta er frysta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins eftir sigur á KFS í kvöld.

Grótta sem leikur í 2. deildinni fékk 4. deildar lið KFS í heimsókn. Björgvin Stefánsson kom heimamönnum yfir þegar hann skoraði á opið markið eftir sendingu frá Hrannari Inga Magnússyni.

Stuttu síðar bættu Gróttumenn við forystuna þegar Caden McLagan kom boltanum í netið. Það voru síðan nafnar sem bjuggu til þriðja markið. Björgvin Brimi Andrésson átti sendingu fyrri og Björgvin Stefánsson skoraði þriðja mark Gróttu og annað mark sitt.

Staðan 3-0 í hálfleik og mörkin urðu ekki fleiri og því er Grótta komið áfram.
Athugasemdir
banner