banner
   lau 15. ágúst 2020 15:53
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Fimm mörk á tíu mínútum í ótrúlegum sigri Leiknis
Lengjudeildin
Chechu Meneses tryggði mikilvægan sigur.
Chechu Meneses tryggði mikilvægan sigur.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Daníel Þór Cekic
Leiknir F. 4 - 3 Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('34)
0-2 Guðmundur Magnússon ('64)
1-2 Ásgeir Páll Magnússon ('84)
2-2 Stefán Ómar Magnússon ('85)
2-3 Gunnar Þorsteinsson ('87)
3-3 Jesus Maria Meneses Sabater ('90)
4-3 Jesus Maria Meneses Sabater ('94)
Rautt spjald: Elias Tamburini, Grindavík ('93)

Leiknir F. tók á móti Grindavík í Lengjudeildinni í dag og komust gestirnir verðskuldað yfir eftir rétt rúmlega hálftíma af leiknum. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði þá eftir að boltinn datt til hans innan vítateigs Leiknis eftir fína sókn.

Leiknismenn sýndu lit og komust nálægt því að jafna en Grindvíkingar voru sterkari fyrir leikhlé og fengu færi til að tvöfalda forystuna en gerðu ekki.

Grindavík varðist meira í síðari hálfleik og áttu Leiknismenn ekki svör við þéttum varnarleik gestanna, sem tvöfölduðu forystuna á 64. mínútu. Guðmundur Magnússon skoraði þá eftir hornspyrnu.

Grindvíkingar virtust sáttir með að verjast út leikinn en þeir höfðu ekki hugmynd um hvað var í vændum á lokakaflanum, þar sem fimm mörk litu dagsins ljós á tíu mínútum. Fyrst skoraði Ásgeir Páll Magnússon uppúr engu með tæklingu fyrir utan teig og mínútu síðar var Stefán Ómar Magnússon búinn að jafna eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Arnari Hjálmarssyni.

Gunnar Þorsteinsson svaraði skömmu síðar og kom Grindvíkingum aftur yfir en Jesus Maria Meneses Sabater, einnig þekktur sem Chechu Meneses, jafnaði aftur fyrir heimamenn með skallamarki á 90. mínútu. Staðan orðin 3-3.

Fjörið var þó ekki búið því Elias Alexander Tamburini fékk sitt seinna gula spjald fyrir að stöðva skyndisókn Leiknis í uppbótartíma og skömmu síðar skoraði Chechu sitt annað mark, í þetta skiptið beint úr aukaspyrnu.

Grindavík er í neðri hluta deildarinnar með ellefu stig, einu stigi fyrir ofan Leikni.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner