Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   mið 15. september 2021 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Frábær tímasetning og frábærlega gert hjá Dodda
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður eftir leik síns liðs gegn ÍR í dag. ÍA sigraði ÍR í dag í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

ÍA lenti 1-0 undir í leiknum en Skagamenn jöfnuðu leikinn fyrir hálfleik og bættu svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Við fengum mark í andlitið í byrjun, vorum ekkert vaknaðir. Við héldum kannski að þetta yrði auðveldur dagur fyrir okkur. ÍR-ingarnir spiluðu sig í gegnum okkur skipti eftir skipti og á endanum náðu þeir að skora," sagði Jói Kalli.

„Ég var ánægður með að þó að menn væru lentir undir þá héldu menn haus og voru rólegir, héldu áfram að reyna finna opnanir. Ég er ánægður með karakterinn og maður sá að þeir ætluðu sér áfram."

Þórður Þorsteinn skoraði frábært mark sem jafnaði leikinn fyrir ÍA undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var klassískur Zidane-snúningur og negla í hornið niðri, óverjandi fyrir markmanninn. Þetta var frábær tímasetning, frábært mark, frábærlega gert hjá Dodda. Tímasetningin var alveg geggjuð fyrir okkur að fara með 1-1 inn í hálfleik í staðinn fyrir 1-0. Það var mjög gaman að sjá þetta."

Hvaða þýðingu hefur það að vera komnir í undanúrslit?

„Það er risastórt. Við höfum trú á því að við getum unnið öll lið á landinu þegar við erum á góðum degi og þegar við náum að spila okkar leik varnar- og sóknarlega. Við ætlum okkur, sama hverjir mótherjarnir verða, að vinna leikinn í næstu umferð. Við ætlum okkur í bikarúrslitaleikinn, það er draumurinn hjá okkur. Það er titill í boði, það er Evrópusæti í boði og við höfum fulla trú á því að við getum farið alla leið."

Ísak Snær kom boltanum yfir marklínu ÍR með skalla eftir hornspyrnu í seinni hálfleik. Varstu búinn að fá einhverja skýringu á þessu atviki?

„Mér fannst þetta voða skrítið en þeir kölluðu allir, bæði aðstoðardómarinn og dómarinn, að boltinn hafi ekki verið inni. Hann var allan tímann inni, ég fékk ekkert útskýringu nema að hann hafi ekki verið inni. Ég gat ekkert þrætt fyrir það en ég var nokkuð viss um að hann væri inni," sagði Jói Kalli.

Jói ræddi einnig um tígulmiðju ÍR og Rees Greenwood sem ÍA var í basli með, sérstaklega í upphafi. Þá var hann spurður út í Sindra Snæ Magnússon í lok viðtalsins sem gat ekki spilað á móti uppeldisfélaginu í dag vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner