Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   mið 15. september 2021 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Frábær tímasetning og frábærlega gert hjá Dodda
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður eftir leik síns liðs gegn ÍR í dag. ÍA sigraði ÍR í dag í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

ÍA lenti 1-0 undir í leiknum en Skagamenn jöfnuðu leikinn fyrir hálfleik og bættu svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Við fengum mark í andlitið í byrjun, vorum ekkert vaknaðir. Við héldum kannski að þetta yrði auðveldur dagur fyrir okkur. ÍR-ingarnir spiluðu sig í gegnum okkur skipti eftir skipti og á endanum náðu þeir að skora," sagði Jói Kalli.

„Ég var ánægður með að þó að menn væru lentir undir þá héldu menn haus og voru rólegir, héldu áfram að reyna finna opnanir. Ég er ánægður með karakterinn og maður sá að þeir ætluðu sér áfram."

Þórður Þorsteinn skoraði frábært mark sem jafnaði leikinn fyrir ÍA undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var klassískur Zidane-snúningur og negla í hornið niðri, óverjandi fyrir markmanninn. Þetta var frábær tímasetning, frábært mark, frábærlega gert hjá Dodda. Tímasetningin var alveg geggjuð fyrir okkur að fara með 1-1 inn í hálfleik í staðinn fyrir 1-0. Það var mjög gaman að sjá þetta."

Hvaða þýðingu hefur það að vera komnir í undanúrslit?

„Það er risastórt. Við höfum trú á því að við getum unnið öll lið á landinu þegar við erum á góðum degi og þegar við náum að spila okkar leik varnar- og sóknarlega. Við ætlum okkur, sama hverjir mótherjarnir verða, að vinna leikinn í næstu umferð. Við ætlum okkur í bikarúrslitaleikinn, það er draumurinn hjá okkur. Það er titill í boði, það er Evrópusæti í boði og við höfum fulla trú á því að við getum farið alla leið."

Ísak Snær kom boltanum yfir marklínu ÍR með skalla eftir hornspyrnu í seinni hálfleik. Varstu búinn að fá einhverja skýringu á þessu atviki?

„Mér fannst þetta voða skrítið en þeir kölluðu allir, bæði aðstoðardómarinn og dómarinn, að boltinn hafi ekki verið inni. Hann var allan tímann inni, ég fékk ekkert útskýringu nema að hann hafi ekki verið inni. Ég gat ekkert þrætt fyrir það en ég var nokkuð viss um að hann væri inni," sagði Jói Kalli.

Jói ræddi einnig um tígulmiðju ÍR og Rees Greenwood sem ÍA var í basli með, sérstaklega í upphafi. Þá var hann spurður út í Sindra Snæ Magnússon í lok viðtalsins sem gat ekki spilað á móti uppeldisfélaginu í dag vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner