Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mið 15. september 2021 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Frábær tímasetning og frábærlega gert hjá Dodda
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður eftir leik síns liðs gegn ÍR í dag. ÍA sigraði ÍR í dag í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

ÍA lenti 1-0 undir í leiknum en Skagamenn jöfnuðu leikinn fyrir hálfleik og bættu svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Við fengum mark í andlitið í byrjun, vorum ekkert vaknaðir. Við héldum kannski að þetta yrði auðveldur dagur fyrir okkur. ÍR-ingarnir spiluðu sig í gegnum okkur skipti eftir skipti og á endanum náðu þeir að skora," sagði Jói Kalli.

„Ég var ánægður með að þó að menn væru lentir undir þá héldu menn haus og voru rólegir, héldu áfram að reyna finna opnanir. Ég er ánægður með karakterinn og maður sá að þeir ætluðu sér áfram."

Þórður Þorsteinn skoraði frábært mark sem jafnaði leikinn fyrir ÍA undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var klassískur Zidane-snúningur og negla í hornið niðri, óverjandi fyrir markmanninn. Þetta var frábær tímasetning, frábært mark, frábærlega gert hjá Dodda. Tímasetningin var alveg geggjuð fyrir okkur að fara með 1-1 inn í hálfleik í staðinn fyrir 1-0. Það var mjög gaman að sjá þetta."

Hvaða þýðingu hefur það að vera komnir í undanúrslit?

„Það er risastórt. Við höfum trú á því að við getum unnið öll lið á landinu þegar við erum á góðum degi og þegar við náum að spila okkar leik varnar- og sóknarlega. Við ætlum okkur, sama hverjir mótherjarnir verða, að vinna leikinn í næstu umferð. Við ætlum okkur í bikarúrslitaleikinn, það er draumurinn hjá okkur. Það er titill í boði, það er Evrópusæti í boði og við höfum fulla trú á því að við getum farið alla leið."

Ísak Snær kom boltanum yfir marklínu ÍR með skalla eftir hornspyrnu í seinni hálfleik. Varstu búinn að fá einhverja skýringu á þessu atviki?

„Mér fannst þetta voða skrítið en þeir kölluðu allir, bæði aðstoðardómarinn og dómarinn, að boltinn hafi ekki verið inni. Hann var allan tímann inni, ég fékk ekkert útskýringu nema að hann hafi ekki verið inni. Ég gat ekkert þrætt fyrir það en ég var nokkuð viss um að hann væri inni," sagði Jói Kalli.

Jói ræddi einnig um tígulmiðju ÍR og Rees Greenwood sem ÍA var í basli með, sérstaklega í upphafi. Þá var hann spurður út í Sindra Snæ Magnússon í lok viðtalsins sem gat ekki spilað á móti uppeldisfélaginu í dag vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner