Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mið 15. september 2021 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Frábær tímasetning og frábærlega gert hjá Dodda
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður eftir leik síns liðs gegn ÍR í dag. ÍA sigraði ÍR í dag í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

ÍA lenti 1-0 undir í leiknum en Skagamenn jöfnuðu leikinn fyrir hálfleik og bættu svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Við fengum mark í andlitið í byrjun, vorum ekkert vaknaðir. Við héldum kannski að þetta yrði auðveldur dagur fyrir okkur. ÍR-ingarnir spiluðu sig í gegnum okkur skipti eftir skipti og á endanum náðu þeir að skora," sagði Jói Kalli.

„Ég var ánægður með að þó að menn væru lentir undir þá héldu menn haus og voru rólegir, héldu áfram að reyna finna opnanir. Ég er ánægður með karakterinn og maður sá að þeir ætluðu sér áfram."

Þórður Þorsteinn skoraði frábært mark sem jafnaði leikinn fyrir ÍA undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var klassískur Zidane-snúningur og negla í hornið niðri, óverjandi fyrir markmanninn. Þetta var frábær tímasetning, frábært mark, frábærlega gert hjá Dodda. Tímasetningin var alveg geggjuð fyrir okkur að fara með 1-1 inn í hálfleik í staðinn fyrir 1-0. Það var mjög gaman að sjá þetta."

Hvaða þýðingu hefur það að vera komnir í undanúrslit?

„Það er risastórt. Við höfum trú á því að við getum unnið öll lið á landinu þegar við erum á góðum degi og þegar við náum að spila okkar leik varnar- og sóknarlega. Við ætlum okkur, sama hverjir mótherjarnir verða, að vinna leikinn í næstu umferð. Við ætlum okkur í bikarúrslitaleikinn, það er draumurinn hjá okkur. Það er titill í boði, það er Evrópusæti í boði og við höfum fulla trú á því að við getum farið alla leið."

Ísak Snær kom boltanum yfir marklínu ÍR með skalla eftir hornspyrnu í seinni hálfleik. Varstu búinn að fá einhverja skýringu á þessu atviki?

„Mér fannst þetta voða skrítið en þeir kölluðu allir, bæði aðstoðardómarinn og dómarinn, að boltinn hafi ekki verið inni. Hann var allan tímann inni, ég fékk ekkert útskýringu nema að hann hafi ekki verið inni. Ég gat ekkert þrætt fyrir það en ég var nokkuð viss um að hann væri inni," sagði Jói Kalli.

Jói ræddi einnig um tígulmiðju ÍR og Rees Greenwood sem ÍA var í basli með, sérstaklega í upphafi. Þá var hann spurður út í Sindra Snæ Magnússon í lok viðtalsins sem gat ekki spilað á móti uppeldisfélaginu í dag vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner