banner
   mið 15. september 2021 09:35
Elvar Geir Magnússon
Pele segir sig vera kláran í 90 mínútur og framlengingu
Pele var magnaður markaskorari.
Pele var magnaður markaskorari.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Pele, einn besti leikmaður sögunnar, segist vera á mjög góðum batavegi en búið er að flytja hann af gjörgæslu. Hann gekkst undir skurðaðgerð á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo þar sem æxli var fjarlægt úr ristli hans.

Pele er 80 ára gamall en á sínum tíma varð hann þrívegis heimsmeistari með Brasilíu.

Í færslu á Instagram þakkar hann aðdáendum fyrir stuðninginn og kveðjurnar sem hann hefur fengið.

„Ég byrja hvern dag af meiri ánægju. Ég tel mig vera klár í að spila 90 mínútur, auk framlengingar. Við verðum saman á ný bráðlega," skrifaði hann.

Heilsa Pele hefur verið talsvert til umfjöllunar síðustu ár en sonur hans sagði frá því í viðtali á síðasta ári að faðir sinn skammaðist sín fyrir að geta ekki gengið án stuðnings og færi því varla úr húsi.


Athugasemdir
banner
banner