Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. október 2022 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Liðsfélagi Dagnýjar kýldi andstæðinginn og fékk rautt
Hawa Cissoko, leikmaður West Ham í WSL-deildinni, fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri liðsins á Aston Villa í dag, en hún lenti í útistöðum við Söruh Mayling.

West Ham var 2-1 yfir þegar tæp mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.

Mayling ætlaði að stöðva Cissoko sem var með boltann, en franski leikmaðurinn brást illa við og kýldi Mayling í tvígang. Dagný, sem er fyrirliði West Ham, fór svo í það að aðskilja leikmenn.

Hún fékk rauða spjaldið fyrir og gæti verið á leið í langt bann en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner