Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon dæmt niður um deild útaf fjárhagsvandræðum
Mynd: Getty Images
Franskir fjölmiðlar keppast við að greina frá því að stórveldið Olympique Lyon hefur aðeins sex mánuði til að bæta fjárhagsstöðu sína.

DNCG í Frakklandi, sem sér um eftirlit með öllum fótboltatengdum fjármálum í landinu, er búið að dæma Lyon niður um deild ef það verður ekki við ákveðnum kröfum. Lyon hefur því fengið skilorðisbundinn dóm frá fótboltayfirvöldum.

Takist Lyon að laga fjárhagsmálin sín eftir kröfum DNCG sleppur félagið við fall.

Þá fær Lyon ekki að kaupa inn neina nýja leikmenn í janúarglugganum og munu starfsmenn DNCG fylgjast grannt með öllum launamálum félagsins.

John Textor er eigandi Lyon en hann á einnig lítinn hlut í Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, auk þess að vera meirihlutaeigadni í Botafogo í Brasilíu og RWD Molenbeek í Belgíu.

Talið er að skuldir Lyon hafi aukist um 50 milljónir evra síðastliðið sumar og séu núna komnar yfir 500 milljónir í heildina.

Lyon er í fimmta sæti í efstu deild í Frakklandi sem stendur, aðeins fjórum stigum frá dýrmætu meistaradeildarsæti sem gæti hjálpað fjárhagnum verulega.

Leikmenn á borð við Alexandre Lacazette, Wilfried Zaha og Rayan Cherki eru á mála hjá Lyon.
Athugasemdir