Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 15. nóvember 2025 13:19
Ívan Guðjón Baldursson
Gerðu sitt besta til að halda Jóa Kalla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjórnendur AB Fodbold tjáðu sig um þjálfaraskiptin þar á bæ þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson ákvað að yfirgefa félagið til að halda aftur heim til Íslands.

Talið er að Jói Kalli muni taka við FH á Íslandi en hann snýr aftur heim af fjölskylduástæðum. Fannar Berg Gunnólfsson tekur við aðalþjálfarastarfinu eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Jóa Kalla.

   15.11.2025 12:33
Jói Kalli hættur með AB (Staðfest) - Fannar Berg tekur við


„Ég ber mikla virðingu fyrir Joey og hans sýn á fótbolta. Ég hef notið þess mikið að starfa með honum og við vildum ekki missa hann frá félaginu. Við erum samt búnir að vita af þessu í einhvern tíma að hann gæti þurft að snúa aftur til Íslands af fjölskylduástæðum, núna er komið að því," sagði Jen Chang, yfirmaður fótboltamála.

„Því miður þá verðum við að samþykkja hans ákvörðun og horfa fram veginn. Við erum með tvö meginmarkmið og eftir langa íhugun ákváðum við að Fannar væri rétti maðurinn til að leiða félagið áfram. Hann hefur sinnt lykilhlutverki við þjálfun liðsins samhliða Joey og deila þeir sömu sýn á fótbolta og þjálfun. Liðið mun því halda áfram að spila mikinn hápressu sóknarbolta."

Brian Grieco forseti félagsins tjáði sig einnig um þjálfaraskiptin.

„Ég vil þakka Joey innilega fyrir frábærlega unnin störf hjá félaginu. Það hryggir okkur að missa hann frá félaginu en á sama tíma þá ber ég fulla virðingu fyrir ástæðunum sem hann hefur til þess að flytja aftur til Íslands. Ég hlakka til að halda áfram að starfa með Fannari."

   15.11.2025 13:08
Fannar Berg: Sögufrægt félag með bjarta framtíð

Athugasemdir
banner