Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 15. nóvember 2025 12:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varsjá
Jói Kalli hættur með AB (Staðfest) - Annar Íslendingur tekur við
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson er hættur sem þjálfari danska liðsins AB eftir eitt og hálft ár í starfi. Í tilkynningu AB segir að hann sé að hætta vegna fjölskylduástæðna. Jóa Kalla er þakkað fyrir sín störf hjá félaginu.

Fannar Berg Gunnólfsson, sem var aðstoðarmaður Jóa Kalla, er nýr aðalþjálfari AB.

Jói Kalli er að flytja heim til Íslands og verður tilkynntur sem nýr þjálfari FH á næstunni. Hann er að taka við af Heimi Guðjónssyni sem stýrði FH síðustu þrjú tímabilin en fékk ekki nýjan samning í sumar og er tekin við Fylki.

Jói Kalli stýrði AB í 54 leikjum og gerði flotta hluti með liðið. Það lék vel seinni hluta síðasta tímabils og byrjaði tímabilið, sem nú er um það bil hálfnað, virkilega vel og skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar.

Fannar Berg vann með Jóa Kalla hjá ÍA og kom svo inn í teymi AB sumarið 2024.
Athugasemdir
banner