Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Allt í skrúfunni hjá Celtic - O'Neill hefði glaður haldið áfram
Mynd: EPA
Skoska stórliðið Celtic hefur tapað öllum þremur leikjum sínum undir stjórn hins franska Wilfried Nancy sem tók nýlega við liðinu. Í gær tapaði liðið 3-1 gegn St. Mirren í úrslitaleik skoska deildabikarsins.

Celtic hafði unnið sjö af átta leikjum undir stjórn bráðabirgðastjórans Martin O'Neill áður en Nancy tók við. O'Neill tók við tímabundið eftir að Brendan Rodgers sagði upp í október.

Margir stuðningsmenn Celtic vildu að O'Neill hefði haldið áfram út tímabilið.

„Ef ég hefði verið beðinn um það hefði ég glaður haldið áfram. Þegar ég tók að mér þetta verkefni vissi ég ekki hvað ég yrði lengi. Þeir voru í þjálfaraleit," segir O'Neill.

Nancy lét af störfum hjá Columbus Crew í bandarísku MLS-deildinni til að taka við Celtic. Liðið er sex stigum á eftir Hearts sem trónir á toppi skosku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner