Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bróðir Kristófers orðaður við heimkomu - „Þarf að gefa sér smá tíma og hlusta á hjartað"
jónatan Guðni.
jónatan Guðni.
Mynd: Fjölnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Guðni Arnarsson er leikmaður Norrköping í Svíþjóð en hann hefur verið orðaður við heimkomu til Íslands. Líklegt þykir að stærstu félög landsins séu að horfa til unglingalandsliðsmannsins.

Jónatan Guðni er átján kantmaður sem lék tíu leiki í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Norrköping keypti hann frá uppeldisfélaginu Fjölni fyrir tæpu ári síðan.

Möguleg heimkoma Jónatans hefur aðeins verið gagnrýnd í hlaðvarpsþáttum og hann verið hvattur til þess að reyna halda áfram erlendis.

Kristófer Dagur er eldri bróðir Jónatans og var hann að færa sig frá Fjölni yfir í Val. Kristófer ræddi við Fótbolta.net og var hann spurður út í yngri bróður sinn.

„Mín skoðun er sú að hann þarf að gefa sér smá tíma í að taka ákvörðun og hlusta á hjartað. Hann er frábær leikmaður sem mun blómstra í réttu umhverfi. Hvort það verður hér heima eða erlendis kemur bara í ljós," Kristófer Dagur.

Vonastu til þess að hann endi líka í Val?

„Auðvitað væri gaman að spila aftur með honum og þá sérstaklega með Val, en á endanum þarf hann að taka þá ákvörðun sem er best fyrir hans feril," segir Kristófer.
Athugasemdir
banner
banner