Leicester er aftur komið á slæman stað í ensku úrvalsdeildinni eftir fjórða tapleikinn í röð síðan enski boltinn fór aftur af stað eftir HM. Síðasta tapið kom gegn nágrönnunum í Nottingham Forest um helgina og ljóst að breytinga er þörf hjá Leicester.
Stuðningsmenn Leicester standa með Rodgers en hafa snúist gegn eigendunum og vilja sjá þá standa sig betur í leikmannakaupum. Rodgers var spurður út í söngva stuðningsmanna sem sneru að eigendunum og var fljótur að koma þeim til varnar.
„Ég er ekki í stöðugum samskiptum við forsetann. Þegar hann kemur þá spjöllum við saman. Stjórnin og allt fólkið sem sinnir vinnunni sem fer fram bakvið tjöldin er að gera sitt besta til að bæta félagið og ég hef alltaf fundið fyrir þeirra stuðningi," sagði Rodgers. „Það hefur ekki breyst.
„Ég veit að þetta er mjög erfitt fyrir stuðningsmenn. Þeir hafa verið frábærir en sjá enga framför á liðinu. Ég finn mikið til með þeim, sérstaklega eftir að tapa grannaslag, en við verðum að halda áfram á þessari vegferð saman.
„Við þurfum að þrauka og þegar við fáum leikmenn aftur úr meiðslum getum við vonandi spilað betur."
Þó að breytinga sé þörf er talið ólíklegt að Leicester styrkji leikmannahópinn sinn fyrr en næsta sumar.
James Justin, Boubakary Soumare, Jonny Evans, Ricardo Pereira, James Maddison, Kiernan Dewsbury-Hall, Ayoze Perez og Ryan Bertrand eru allir á meiðslalistanum sem stendur.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |