Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 23:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amad sá yngsti til að skora þrennu á Old Trafford
Mynd: EPA

Amad Diallo er yngsti leikmaður Man Utd til að skora þrennu á Old Trafford í úrvalsdeildinni en hann gerði það í mögnuðum sigri á Southampton í kvöld.


Amad er 22 ára og er næst yngstur til að skora þrennu í búningi Man Utd í úrvalsdeildinni en Wayne Rooney var 21 árs þegar hann gerði það gegn Bolton á útivelli árið 2006.

Southampton var með forystuna í hálfleik en Amad skoraði fyrsta markið sitt á 82. mínútu og fylgdi því eftir með mörkum á 90. og fjórðu mínútu í uppbótatíma.

„Mér líður vel. Ég er svo ánægður að hafa skorað mína fyrstu þrennu á Old Trafford. Fyrir mér er aðalatriðið að vinna og ég er ánægður fyrir hönd liðsins að við gerðum það," sagði Amad.

„Liðið hafði trú á verkefninu allt til enda. Við sýndum að við vorum betra liðið á vellinum, við vorum alltaf að fara vinna þennan leik."


Athugasemdir
banner