Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   fim 16. janúar 2025 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Amad Diallo fór hamförum í endurkomu Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Manchester Utd 3 - 1 Southampton
0-1 Manuel Ugarte ('43 , sjálfsmark)
1-1 Amad Diallo ('82 )
2-1 Amad Diallo ('90 )
3-1 Amad Diallo ('90 )


Man Utd vann endurkomusigur gegn botnliði Southampton í úrvalsdeildinni í kvöld.

Andre Onana sá til þess að Man Utd var inn í leiknum lengst af í fyrri hálfleik en það var Manuel Ugarte sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Southampton yfir.

Hann fékk boltann í bakið á sér og Onana réð ekki viið boltann eftir að Tyler Dibliing flikkaði boltanum áfram eftir hornspyrnu.

Dibling fékk færi stuttu síðar en Onana sá við honum.

Man Utd sótti í sig veðrið þegar leið á seinni hálfleikinn. Amad Diallo tókst loksins að brjóta ísinn þegar hann skoraði framhjá Aaron Ramsdale í annarri tilraun.

Á lokamínútu venjulegs leiktíma kom Amad Man Utd yfir þegar hann komst í gegn eftir laglega sendingu frá Christian Eriksen. Amad var ekki hættur því hann skoraði þriðja mark United og þriðja mark sitt þegar hann vann boltann af Taylor Harwood-Bellis inn í teignum og skoraði á opið markið.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner