Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætlar að berjast um byrjunarliðssæti hjá West Ham
Mynd: West Ham
Mynd: EPA
Danski markvörðurinn Mads Hermansen var keyptur til West Ham síðasta sumar fyrir 18 milljónir punda.

Hann átti að taka stöðu aðalmarkmanns hjá félaginu en missti byrjunarliðssætið sitt eftir röð mistaka á upphafi tímabils.

Hamrarnir vilja nú kaupa inn nýjan markvörð en Alphonse Areola hefur varið mark liðsins hingað til á tímabilinu. Hann er 32 ára gamall og með eitt og hálft ár eftir af samningi.

Hermansen er 25 ára gamall og var aðalmarkvörður hjá Leicester City áður en hann var keyptur til London. Hann var mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Danmerkur en á eftir að spila fyrir A-landsliðið enda er mikil samkeppni um markmannsstöðuna þar.

Sky Sports greinir frá því að ýmis félög séu áhugasöm um að fá Hermansen á lánssamningi frá West Ham, bæði félög í Championship deildinni og utan landsteinanna.

Hermansen hefur þó ekki áhuga á að skipta um félag. Hann er staðráðinn í því að vinna sér aftur inn byrjunarliðssæti hjá Hömrunum sem hafa enn ekki haldið markinu hreinu á stjórnartíð Nuno Espírito Santo.

Hermansen varði mark West Ham í sigri gegn QPR í FA bikarnum um síðustu helgi og stóð sig vel. Hann vonast til að fá fleiri tækifæri til að sýna Nuno að hann á skilið byrjunarliðssæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner