Sunderland hefur nælt í Fílabeinsstrendinginn Jocelin Ta Bi frá Maccabi Netanya frá Ísrael. Enska félagið borgar rúmlega 3 milljónir punda og hann skrifar undir samning sem gildir út árið 2030.
Sunderland hefur möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.
Sunderland hefur möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.
Ta Bi verður 21 árs í næsta mánuði en hann var nálægt því að ganga til liðs við Celtic á dögunum en talið var að hann hafi þurft að fara í hné aðgerð.
Heimildamenn í kringum leikmanninn harðneita því hins vegar og hann hafi staðist læknisskoðun hjá Sunderland.
JTB in red and white ??????
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) January 16, 2026
Athugasemdir




