Guðmundur Þórarinsson fundaði með FH í gær, en hann er á heimleið eftir að hann rifti samningi sínum við armenska félagið FC Noah.
433.is greindi fyrst frá en Fótbolti.net hefur jafnframt fengið staðfestar heimildir fyrir fundinum.
Guðmundur er á heimleið eftir tólf ára dvöl úti í atvinnumennsku og er ljóst að mörg félög eru á höttunum á eftir Guðmundi.
433.is greindi fyrst frá en Fótbolti.net hefur jafnframt fengið staðfestar heimildir fyrir fundinum.
Guðmundur er á heimleið eftir tólf ára dvöl úti í atvinnumennsku og er ljóst að mörg félög eru á höttunum á eftir Guðmundi.
Fótbolti.net setti á dögunum saman lista um hvaða félög væru líkleg að reyna sækja hann í sínar raðir. Þar var FH á meðal þeirra félaga sem voru nefnd:
Við vorum sammála um að FH þyrfti mest á Guðmundi að halda, væri nauðsynlegt að fá inn reynslumikinn mann inn í hópinn eftir að Björn Daníel Sverrisson kvaddi, en stefna FH er að yngja liðið, og út frá því er ólíklegt að Guðmundur færi í FH, sagði í fréttinni.
Guðmundur er Selfyssingur sem lék með ÍBV áður en hann fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum áratug síðan. Guðmundur, sem er 33 ára og á að baki 15 landsleiki, hefur verið orðaður við Val og KR í vetur.
Athugasemdir



