Brasilíski sóknarmaðurinn Rayan hefur tilkynnt félagsliði sínu Vasco da Gama að hann vilji vera seldur til Bournemouth.
Bournemouth hefur sýnt táningnum mikinn áhuga og er í viðræðum við Vasco da Gama um kaupverð.
Talið er að Vasco vilji fá 35 milljónir evra auk árangurstengdra aukagreiðslna og prósentuhlutfalli af endursöluverði.
Rayan er 19 ára gamall og hefur skorað 25 mörk í 99 leikjum fyrir uppeldisfélagið sitt.
Hann er með 2 mörk í 10 landsleikjum fyrir U20 lið Brasilíu eftir að hafa verið lykilmaður í U17 landsliðinu.
Athugasemdir


