Ruud van Nistelrooy hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari Holland og verður hægri hönd Ronald Koeman á komandi HM sem fer fram í sumar.
Þetta er í þriðja sinn sem Nistelrooy tekur við starfi aðstoðarþjálfara landsliðsins, en hann gegndi því hlutverki einnig á árunum 2014 til 2015 og á Evrópumótinu árið 2021.
Þetta er í þriðja sinn sem Nistelrooy tekur við starfi aðstoðarþjálfara landsliðsins, en hann gegndi því hlutverki einnig á árunum 2014 til 2015 og á Evrópumótinu árið 2021.
Nistelrooy tekur til starfa með landsliðinu 1. febrúar en hann hefur verið á lausu frá því að hann var látinn fara frá Leicester síðasta sumar.
Þá var hann orðaður við mögulega endurkomu til Manchester United eftir að Ruben Amorim var látinn fara í upphafi árs en hreppti ekki starfið.
Holland er í riðli með Japan og Túnis og sigurvegurunum úr Evrópuumspili B.
Ruud van Nistelrooij will be part of the Dutch national team's coaching staff from February 1. The former striker will join Ronald Koeman as an assistant coach in preparation of the 2026 FIFA World Cup.
— OnsOranje (@OnsOranje) January 16, 2026
Welcome back, Ruud! ????#NothingLikeOranje #FIFAWorldCup pic.twitter.com/OVlzMrwqXh
Athugasemdir




