Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern gengið vel á San Siro - „Besta lið í heimi"
Mynd: EPA
Inter fær Bayern í heimsókn í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Inter leiðir 2-1 eftir sigur í Munchen í fyrri leiknum en Bayern hefur haft góð tök á Inter á San Siro undanfarin ár. Þýska liðið hefur unnið fjóra leiki í röð.

„Bayern er besta lið í heimi ásamt Real Madrid. Síðustu leikir gegn Bayern á San Siro hafa ekki verið góðir en leikmennirnir okkar eru þroskaðir. Liðið veit hvað þeir þurfa að gera, við berum virðingu fyrir Bayern og getum spilað frábæran leik," sagði Simone Inzaghi, stjóri Inter.

„Ég bar mikla virðingu fyrir honum sem leikmanni og hann er að sýna að hann er mjög snjall þjálfari. Þeir pressa vel og eru með hæfileikaríka leikmenn. Við verðum að halda boltanum eins mikið og hægt er."
Athugasemdir