Eva Rut Ásþórsdóttir gekk til liðs við Þór/KA í vetur en hún meiddist eftir 25 mínútna leik í fyrsta leiknum í Bestu deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 4 Þór/KA
Þór/KA er í heimsókn hjá Víkingi. Eva Rut meiddist á hné eftir 25 mínútna leik og var greinilega sárþjáð. Hún var í kjölfarið borin af velli.
Eva Rut er 23 ára gömul og spilar sem miðjumaður. Hún gekk til liðs við Þór/KA í vetur frá Fylki en hún var fyrirliði Árbæjarliðsins.
Þegar þetta er skrifað er staðan 2-0 fyrir Þór/KA en Bríet Fjóla Bjarnadóttir, sem er fædd árið 2010, skoraði markið eftir rúmlega hálftíma leik og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoraði stuttu síðar.

Athugasemdir