Declan Rice var valinn maður leiksins eftir sigur Arsenal gegn Real Madrid í kvöld. Hann var besti maður vallarins í báðum leikjunum en Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir samanlagðan 5-1 sigur.
„Þetta er sérstakt kvöld fyrir félagið. Það var mikið talað um að þeir myndu koma til baka því þeir hafa gert það svo oft. Við höfðum mikla trú eftir fyrri leikinn. Við vorum að hugsa um þetta og okkur tókst að láta þetta verða að veruleika, þvílíkt kvöld fyrir félagið," sagði Rice.
François Letexier, dómari leiksins, dæmdi víti á Rice fyrir brot á Kylian Mbappe en eftir að hafa skoðað atvikið í VAR dró hann dóminn til baka.
„Ég vissi að þetta væri ekki víti. Ég var meeð höndina á honum en ég vissi að þetta væri ekki víti, ég er hreinskilinn," sagði Rice.
Athugasemdir