Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Arsenal vann á Bernabeu og er komið í undanúrslit ásamt Inter
Bukayo Saka kom Arsenal yfir í kvöld
Bukayo Saka kom Arsenal yfir í kvöld
Mynd: EPA
Lautaro Martinez skoraði fyrir Inter í kvöld
Lautaro Martinez skoraði fyrir Inter í kvöld
Mynd: EPA
Real Madrid þurfti að vinna upp þriggja marka forskot gegn Arsenal eftir tap á Emirates í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Real liðinu gekk illa að ógna Arsenal í fyrri hálfleiknum. Það dró til tíðinda eftir tæplega stundafjórðung þegar Arsenal fékk vítaspyrnu. Raul Asencio reif Mikel Merino niður í teignum.

Bukayo Saka steig á punktinn en spyrnan var afskaplega slöpp. Hann vippaði í hornið og það var auðvelt fyrir Thibaut Courtois að verja.

Stuttu síðar dæmdi Francois Letexier, dómari leiksins, vítaspyrnu hinu megin á vellinum eftir baráttu Kylian Mbappe við Declan Rice. Eftir ansi langa skoðun í VAR var Letexier sendur í skjáinn og hann tók ákvörðunina til baka.

Real Madrid steig upp í seinni hálfleik Vinicius Junior náði tveimur skotum að marki snemma í seinni hálfleik en auðvelt fyrir David Raya.

Bukayo Saka braut ísinn eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann vippaði boltanum yfir Courtois og fór langt með að tryggja Arsenal sigurinn. Stuttu síðar tókst Real Madrid að jafna metin, Vinicius náði boltanum af William Saliba rétt fyrir utan teig og skoraði á opið markið.

Real Madrid tókst ekki að valda Arsenal teljandi vandræðum og Gabriel Martinelli skoraði sigurmarkið í kvöld og innsiglaði sætið í undanúrslitunum eftir skynisókn í uppbótatíma.

Inter var með eins marks forystu gegn Bayern þegar liðin mættust á San Siro í kvöld eftir 2-1 sigur ítalska liðsins í Munchen.

Harry Kane jafnaði metin í einvíginu eftir aðeins sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Sex mínútum síðar skoraði Lautaro Martinez eftir hornspyrnu og kom Inter aftur yfir í einvíginu.

Benjamin Pavard, fyrrum leikmaður Bayern, bætti öðru marki Inter við þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Eric Dier jafnaði metin í leiknum með laglegu skallamarki úr þröngu færi en nær komust Bayern menn ekki og Inter fer áfram 4-3 samanlagt.

Real Madrid 1 - 2 Arsenal
0-0 Bukayo Saka ('13 , Misnotað víti)
0-1 Bukayo Saka ('65 )
1-1 Vinicius Junior ('67 )
1-2 Gabriel Martinelli ('90 )

Inter 2 - 2 Bayern
0-1 Harry Kane ('52 )
1-1 Lautaro Martinez ('58 )
2-1 Benjamin Pavard ('61 )
2-2 Eric Dier ('76 )
Athugasemdir
banner
banner